Golf

Öskraði á Tiger í miðri púttsveiflu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger pirraður á 13. holunni eftir að hafa verið truflaður í pútti.
Tiger pirraður á 13. holunni eftir að hafa verið truflaður í pútti. vísir/getty
Ónefndur golfáhugamaður fær líklega ekki að mæta aftur á PGA-mót eftir að hann hagaði sér eins og fífl er Tiger Woods var að keppa á Torrey Pines um helgina.

Tiger var að putta fyrir fugli á 13. holu vallarins í gær er gaurinn öskraði „Get in the hole“ í miðri púttsveiflu. Tígurinn fipaðist eðilega og púttið fór ekki niður. Pirringurinn í Tiger leyndi sér ekki. Hann var líka svipaður hjá öðrum áhorfendum sem létu áhorfandann heyra það.

Honum var svo vísað út af golfvellinum og er hugsanlega á leið í lífstíðarbann fyrir þessa glórulausu hegðun.

Glöggir taka kannski eftir því að á myndbandinu má sjá Andre Iguodala, leikmann Golden State Warriors, fylgjast með púttinu en það staðfestist hér að það var ekki hann sem öskraði.






Tengdar fréttir

Tiger ánægður með endurkomuna

Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×