Erlent

Ætla að beita sér gegn Hezbollah

Samúel Karl Ólason skrifar
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur myndað starfshóp sem ætlað er að taka athafnir og stuðningsmenn samtakanna Hezbollah frá Líbanon til rannsóknar. Bandaríkin segja Hezbollah vera hryðjuverkasamtök en þau eru studd af stjórnvöldum Íran. Þá eru samtökin einnig sögð vera orðin umsvifamikil í dreifingu og framleiðslu fíkniefna á heimsvísu.

Ráðuneytið mun safna saman rannsakendum sem sérhæfa sig í peningaþvætti, flutningi fíkniefna, hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.



Sessions sagði Hezbollah teygja anga sína víða um Afríku og Suður- og Mið-Ameríku.

Sessions hefur einnig sett af stað rannsókn vegna fregna um að ríkisstjórn Barack Obama hafi komið í veg fyrir umfangsmikla rannsókn á umsvifum Hezbollah til að halda viðræðunum um kjarnorkuvopnaáætlun Íran áfram.

Sjá einnig: Rannsaka ásakanir gegn ríkisstjórn Obama sem snúa að Hezbollah



Hann sagði starfshópinn vera til kominn vegna þeirra fregna. Rannsakendurnir munu byrja á að fara yfir gögn sem aðrir rannsakendur hafi safnað í fyrri rannsókninni sem Obama á að hafa stöðvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×