Lífið

Leikarahjónin Ólafur og Esther selja draumaeign í miðbænum á sjötíu milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Esther og Ólafur ætla færa sig um set.
Esther og Ólafur ætla færa sig um set. myndvinnsla/garðar
Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talia Casey hafa sett hæð sína við Bergstaðastræti á sölu en kaupverðið er tæplega 70 milljónir.

Um er að ræða einstaklega glæsilega og mikið endurnýjaða sérhæð í virðulegu húsi í hjarta borgarinnar.

Húsið var byggt árið 1928 en fasteignamat eignarinnar er 55 milljónir. Hæðin er 128 fermetrar að stærð og eru þar þrjú svefnherbergi.

Eign á besta stað í bænum og má sjá myndir innan úr íbúðinni hér að neðan.

Fallegt hús í miðborginni.
Einstaklega smekklegt eldhús.
Skemmtileg borðstofa.
Fín aðstæða fyrir sjónvarpsgláp.
Skemmtilegt barnaherbergi.
Frábært baðherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×