Erlent

Tugir slösuðust í hruni í kauphöllinni í Jakarta

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólk tók til fótanna þegar brú yfir anddyri kauphallarinnar í Jakarta hrundi í morgun.
Fólk tók til fótanna þegar brú yfir anddyri kauphallarinnar í Jakarta hrundi í morgun. Vísir/AFP
Göngubrú yfir anddyri kauphallarinnar í Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, hrundi í morgun með þeim afleiðingum að í það minnsta fimmtán slösuðust. Kauphöllin var rýmd í kjölfarið og rannsakar lögregla nú orsakirnar.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi fólks hafi verið borinn út úr kauphöllinni á sjúkrabörum. Það hefur eftir starfsmanni Alþjóðabankans sem er í sömu byggingu að það hafi verið göngubrú á milli hæða yfir anddyrinu sem hrundi.

Argo Yuwono, talsmaður lögreglunnar, segir að þeir slösuðu séu meðal annars meiddir á höndum og fótum.

Uppfært 10:00 BBC segir nú að 72 hafi slasast þegar brúin hrundi yfir anddyrið. Lögreglan segir að ekki hafi verið um hryðjuverkaárás að ræða en að hún sé að rannsaka orsakirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×