Erlent

Öruggasta árið í farþegaflugi frá upphafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Í gær voru alls 792 dagar liðnir frá því að minnst hundrað manns dóu í sama flugslysinu og er það met.
Í gær voru alls 792 dagar liðnir frá því að minnst hundrað manns dóu í sama flugslysinu og er það met. Vísir/AFP

Alls urðu tíu slys í farþegaflugi í fyrra og alls létust 44 farþegar og 35 á jörðu niðri. Það gerir árið 2017 það öruggasta í farþegaflugi frá upphafi. Bæði þegar kemur að fjölda slysa og fjölda dauðsfalla. Þetta kemur fram í samantekt Aviation Safety Network, sem heldur utan um flugslys á heimsvísu.

Talið er að farþegaflug á heimsvísu hafi verið um 36.800.000 á árinu og því er slysatíðnin einn á móti 7.360.000. Engin farþegaþota brotlenti á árinu.

Í gær voru alls 792 dagar liðnir frá því að minnst hundrað manns dóu í sama flugslysinu og er það met.

Í umfjöllun ASN segir að árið 2016 hafi 16 slys orðið og í þeim hafi 303 dáið. Meðaltal síðustu fimm ára eru 17 slys og 495 dauðsföll.

Samkvæmt frétt CNN hefur flugslysum farið fækkandi frá árinu 1992. Það hafi gerst vegna betri tækni, véla, betri þjálfunar flugmanna og vegna breytinga á reglum varðandi flug.

Tölurnar breytast þó aðeins þegar flugslys innan herja heimsins og einkaflug eru talin með. Þá fjölgar slysunum í 24 og 230 dóu. Þær tölur er þó einnig með þeim lægstu í sögunni. Af þeim 230 sem dóu í flugslysum á árinu voru 74 prósent um borð í flugvélum herja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.