Erlent

Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Æðstiklerkur Írans sakar óvini ríkisins um að bera ábyrgð á öldu mótmæla í landinu sem staðið hefur yfir undanfarna daga en á þriðja tug hafa týnt lífi í átökunum. Þá mótmælti fjöldi íranskra flóttamanna víða í heiminum í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu.

Minnst tuttugu og tveir liggja í valnum eftir mótmælin sem geysað hafa í Íran undanfarna daga og fleiri hundruð særðir eftir átök við lögreglumenn að því er fram kemur á fréttavef BBC. Áhrifa mótmælanna hefur einnig gætt víðar um heim en íranskir flóttamenn sýndu löndum sínum stuðning í verki í nokkrum borgum Evrópu í dag.

Þá tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti sig um mótmælin á Twitter í dag en hann segir írönsku þjóðina loksins vera að rísa upp gegn órétti og spilling í landinu. Þá beindi hann spjótum sínum að Barack Obama, forrvera sínum í embætti, og segir hann fjárstuðning Bandaríkjamanna við Íran í stjórnartíð Obama hafa runnið beint í hendur hryðjuverkamanna.

Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í landinu í átta ár en þær hófust síðastliðinn fimmtudag í borginni Mashhad þar sem almenningur lýsti yfir óánægju sinni með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.