Enski boltinn

Inter Milan hefur áhuga á Mkhitaryan

Dagur Lárusson skrifar
Mkhitaryan gegn Burnley.
Mkhitaryan gegn Burnley. vísir/getty
Inter Milan hefur áhuga á að fá Henrikh Mkhitaryan, leikmann Manchester United, til liðs við sig í janúarglugganum en Sky Sports greinir frá þessu.

Í nóvember sagði Mourinho að Armeninn hafi verið tekinn út úr leikmannahópi United vegna þess að hann hafi ekki verið að standa sig nógu vel. Mkhitaryan hefur ekki byrjað leik fyrir United síðan liðið tapaði fyrir Chelsea á Stamford Bridge þann 5. nóvember síðastliðinn en hann spilaði þó allan seinni hálfleikinn í 2-2 jafntefli United gegn Burnley nú á dögunum.

Sky á Ítalíu greina frá því að Mkhitaryan sé einn af nokkrum leikmönnum sem Inter hefur áhuga á en leikmenn eins og Gerard Deulofeu og Javier Pastore hafa einnig verið nefndir.


Tengdar fréttir

Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð

José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×