Enski boltinn

Morata: Væri til í að spila með Harry Kane

Dagur Lárusson skrifar
Morata segist ekki hafa hræðst samkeppnina.
Morata segist ekki hafa hræðst samkeppnina. vísir/getty
Alvaro Morata, leikmaður Chelsea, segir að hann væri til í það að spila með Harry Kane, leikmanni Tottenham.

Í sumar sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottennham, að hann hafi reynt að fá Alvaro Morata til liðsins sumarið 2015 en hann hafi ekki viljað koma vegna þess að hann hafi ekki haft áhuga á samkeppni við Harry Kane.

Morata hefur nú svarað þessum ummælum og segir samkeppnina ekki vera ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki haft áhuga á að koma.

„Ég væri svo til í það að spila með Harry Kane, hann er frábær leikmaður og einn besti framherjinn í heiminum í dag.“

„En á þeim tíma sem Pochettino talaði við mig þá var ekki möguleiki á að ég fengi að fara frá Real Madrid, þess vegna kom ég ekki,“ sagði Spánverjinn sem hefur skorað mikið af mörkum fyrir Chelsea í vetur.


Tengdar fréttir

Morata þorði ekki í samkeppni við Harry Kane

Tottenham hefur ekki eytt einni krónu í nýja leikmenn í sumar það er um 30 milljörðum minna en Manchester City, liðið sem endaði einu sæti neðar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×