Enski boltinn

Hodgson: Yfirburðir City ekkert nýtt á Englandi

Dagur Lárusson skrifar
Roy Hodgson
Roy Hodgson vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að City liðið sé ekki eina liðið sem hefur sýnt jafn mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni eins og City hefur sýnt í vetur.

Hodgson vill meina að Manchester United, Arsenal og Chelsea hafi öllu átt lið sem hafa verið jafn góð og Manchester City í ár. Crystal Palace tekur á móti Manchester City á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

„Við höfum séð þetta allt áður hérna á Englandi, það er engin spurning um það,“ sagði Hodgson.

„Frábær Arsenal lið, frábær United lið, mjög sterk Chelsea lið sem hafa öll sýnt magnaða yfirburði og núna erum við að sjá frábært Manchester City lið.“

„Stjórar þessara frábæru liða eins og Wenger, Ferguson og Mourinho vilja aldrei slaka á og hvílast, þeir vilja alltaf halda endalaust áfram og vinna hvern einasta leik og þeir sýna engu liði miskunn,“ bætti Hodgson við.

Leikur Crystal Palace og Manchester City hefst klukkan 12:00 á morgun.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×