Enski boltinn

Everton að ganga frá kaupum á Cenk Tosun

Dagur Lárusson skrifar
Cenk Tosun.
Cenk Tosun. vísir/getty
Everton er við að ganga frá kaupum á tyrknenska framherjanum Cenk Tosun frá Besiktas en fulltrúar frá Everton eru í Tyrklandi þessa stundina að ganga frá kaupunum.

Ef kaupin ganga í gegn verður Tosun dýrasti tyrkneski leikmaðurinn sem hefur yfirgefið tyrknesku deildina.

Sam Allardyce er þegar búinn að staðfesta það að Everton ætlar að reyna að fá til sín framherja í janúarglugganum og virðist sem svo að Allardyce sé við það að fá þann framherja.

Tosun hefur skorað fjögur mörk í meistaradeildinni fyrir Besiktas í vetur en Newcastle og Crystal Palace hafa einnig verið orðuð við hann.


Tengdar fréttir

Everton á eftir framherja Besiktas

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að sjálfsögðu að opna veskið í janúar og styrkja sitt lið fyrir seinni hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×