Enski boltinn

Upphitun: City getur jafnað met Bayern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City getur jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð í fimm sterkustu deildum Evrópu þegar liðið sækir Crystal Palace heim í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

City hefur unnið 18 leiki í röð og með sigri í dag jafnar liðið met Bayern München frá 2013-14. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var stjóri Bayern á þessum tíma.

Með sigri í dag nær City 16 stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Í seinni leik dagsins, sem er jafnframt síðasti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni, tekur botnlið West Brom á móti Arsenal.

West Brom hefur ekki unnið í 18 síðustu deildarleikjum sínum og útlitið er ekki bjart á þeim bænum.

Fái Arsenal stig í leiknum á The Hawthornes fer liðið upp í 5. sæti deildarinnar.

Leikir dagsins:

12:00 Crystal Palace - Man City (beint á Stöð 2 Sport)

16:30 West Brom - Arsenal (beint á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×