Erlent

Neitaði að ræða ásakanir um skipulagðar nauðganir

Atli Ísleifsson skrifar
Aung San Suu Kyi er leiðtogi Mjanmar.
Aung San Suu Kyi er leiðtogi Mjanmar. Vísir/AFP

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð hafa neitað að ræða ásakanir um kerfisbundnar nauðganir á Rohingja-konum í landinu þegar sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna hitti hana fyrr í desember. Erindrekinn kom sérstaklega til landsins til að rannsaka ásakanirnar.

Erindrekinn, Pramila Patten, hitti leiðtogann í rúma hálfa klukkustund en allan þann tíma baðst hún undan að ræða ásakanirnar og vísaði ávallt á yfirmenn hersins og embættismenn sem Patten átti að hitta síðar. Fullyrti Suu Kyi að þeir yrðu með svör á reiðum höndum.

Þegar Patten hitti þá fengust aðeins þau svör að um upplognar sakir á hendur hernum væri að ræða og ásakanirnar væru ýktar eða hreinlega tilbúningur.

Fjölmargir þeirra 650 þúsund flóttamanna úr röðum Rohingja sem flúið hafa til Bangladess hafa sakað herinn um kerfisbundnar nauðganir á þorpsbúum í Rakhine-héraði.


Tengdar fréttir

Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja

Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×