Erlent

Gíslataka í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla reynir nú að ná sambandi við byssumanninn til að fá hann til að sleppa gíslunum lausum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla reynir nú að ná sambandi við byssumanninn til að fá hann til að sleppa gíslunum lausum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty
Byssumaður réðst í morgun inn í kökuverksmiðju í rússnesku höfuðborginni Moskvu og drap einn mann og tók fjölda manns í gíslingu. Rússneska fréttastofan RIA greinir frá þessu og hefur eftir heimildum innan úr lögreglunni.

Í frétt Reuters segir að byggingin hafi verið girt af en svo virðist sem sá sem lést hafi verið öryggisvörður í verksmiðjunni.

Að minnsta kosti tveir aðrir eru sárir en lögregla reynir nú að ná sambandi við byssumanninn til að fá hann til að sleppa gíslunum lausum.

Óstaðfestar fregnir herma að byssumaðurinn sé fyrrverandi eigandi verksmiðjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×