Enski boltinn

Sjáðu þrennu Kane og öll mörkin úr markaveislu gærdagsins │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var sannkölluð markaveisla í ensku úrvalsdeildinni í gær, Harry Kane skoraði þrennu í sjö marka leik og Liverpool valtaði 5-0 yfir Swansea.

Sex mörk voru skoruð í leik Bournemouth og West Ham og Manchester United má þakka Jesse Lingard fyrir að bjarga stigi gegn Burnley í 2-2 jafntefli.

Chelsea vann Brigthon 2-0, Huddersfield og Stoke gerðu 1-1 jafntefli og Watford bar sigurorð af Leicester.

Eini markalausi leikur dagsins var viðureign West Brom og Everton.

Samantekt gærdagsins má sjá í spilaranum hér að ofan og öll atvik úr hverjum leik fyrir sig hér fyrir neðan.

Tottenham - Southampton 5-2
Liverpool - Swansea 5-0
Manchester United - Burnley 2-2
Chelsea - Brighton 2-0
Bournemouth - West Ham 3-3
West Brom - Everton 0-0
Watford - Leicester 2-1
Huddersfield - Stoke 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×