Erlent

Fékk 284 milljarða dala rafmagnsreikning í hendurnar

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Um misskilning var að ræða og átti reikningurinn að hljóða upp á 284 dollara.
Um misskilning var að ræða og átti reikningurinn að hljóða upp á 284 dollara. vísir/getty
Mary Horomanski, íbúi í Erie-borg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, rak upp stór augu á dögunum þegar til hennar barst rafmagnsreikningur upp á 284 milljarða dala (yfir 30 þúsund milljarðar króna). BBC greinir frá.

Hún segist hafa velt því fyrir sér hvort að jólaljósin sem hún var nýbúin að setja upp gætu hafa valdið reikningsupphæðinni himinháu, en vitaskuld var um misskilning að ræða.

Starfsmaður á vegum orkuveitunnar á svæðinu staðfesti að reikningurinn hefði átt að hljóða upp á 284 dollara (rúmlega 30 þúsund krónur) en óljóst væri hvernig villan hefði endað á reikningnum sem barst henni.

Gjalddagi reikningsins var settur í nóvember 2018 og segist Mary hafa litið á björtu hliðarnar – hún hefði allavega tæpt ár til þess að greiða hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×