Enski boltinn

300 milljóna lið Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið Marca
Lið Marca mynd/marca
Manchester United þarf að eyða miklum fjármunum til þess að geta keppt við nágrannana í City að mati knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Mourinho sagði eftir jafnteflið við Burnley í gær að City eyddi í bakverði það sem flestir borga fyrir framherja og United þurfi meira fjármagn.

Spænski miðillinn Marca ákvað að hjálpa Mourinho aðeins með vinnuna og setti saman lið sem Mourinho gæti fengið fyrir 300 milljón evrur sem ætti að geta keppt við City.

Í liðinu eru menn eins og Alexis Sanchez og Mesut Özil, sem standa frítt til boða í sumar þar sem þeir verða samningslausir.

Dýrastur í liðinu er Antoine Griezmann á 100 milljónir og Paulo Dybala kostar 70 milljónir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×