Sterling tryggði City átjánda sigurinn í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2017 21:30 Raheem Sterling skorar eina mark leiksins. vísir/getty Manchester City náði 15 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 sigri á Newcastle United í kvöld. Þetta var átjándi sigur City í röð en liðið hefur fengið 58 af 60 mögulegum stigum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. City var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og var með boltann 80% leiktímans. Eina mark leiksins kom á 31. mínútu. Raheem Sterling skoraði þá með skoti í stöng og inn eftir sendingu Kevins De Bruyne. Skömmu síðar fékk Rolando Aarons besta færi Newcastle en Nicolás Otamendi bjargaði á línu frá honum. Newcastle er í 15. sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi frá fallsæti. Enski boltinn
Manchester City náði 15 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 sigri á Newcastle United í kvöld. Þetta var átjándi sigur City í röð en liðið hefur fengið 58 af 60 mögulegum stigum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. City var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og var með boltann 80% leiktímans. Eina mark leiksins kom á 31. mínútu. Raheem Sterling skoraði þá með skoti í stöng og inn eftir sendingu Kevins De Bruyne. Skömmu síðar fékk Rolando Aarons besta færi Newcastle en Nicolás Otamendi bjargaði á línu frá honum. Newcastle er í 15. sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi frá fallsæti.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn