Erlent

Tíu slösuðust í sprengingu í Pétursborg

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Verslunarmiðstöðin var rýmd í kjölfar sprengingarinnar.
Verslunarmiðstöðin var rýmd í kjölfar sprengingarinnar. Vísir/AFP
Tíu slösuðust þegar heimatilbúin sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Pétursborg í Rússlandi í kvöld. Einn er sagður vera alvarlega slasaður. BBC greinir frá.

Sprengjan sprakk í verslunarmiðstöðinni Perekryostok í norðausturhluta Pétursborgar en atburðurinn er rannsakaður sem morðtilraun. Að sögn lögregluyfirvalda í Pétursborg var sprengingin á við 200 grömm af TNT sprengiefni. Alls konar smáhlutum var komið fyrir í sprengjunni til að valda sem mestum skaða.

Verslunarmiðstöðin var rýmd í kjölfarið en enginn eldur kviknaði út frá sprengjunni. Á myndum sem hefur verið deilt á rússneskum samfélagsmiðlum má sjá að töluverðar skemmdir urðu á verslunum í Perekryostok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×