Erlent

Karlar spyrja meira en konur eftir fyrirlestra

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Konum finnst þær stundum ekki nógu klárar til að spyrja.
Konum finnst þær stundum ekki nógu klárar til að spyrja. vísir/getty
Karlar rétta miklu oftar upp hönd til að spyrja spurninga að loknum fyrirlestrum en konur. Þetta eru niðurstöður þriggja rannsókna sem greint er frá á vísindavefnum forskning.no og Times Higer Edu­cation.

Stærsta rannsóknin sem tók til 247 málstofa hjá 35 stofnunum í 10 löndum sýndi að það er meira en tvöfalt líklegra að karl spyrji spurninga eftir fyrirlestur en kona.

Á málstofunum var hlutfall kvenna og karla næstum jafnt í salnum en það skipti ekki máli. Kyn fyrirlesara hafði heldur ekki áhrif.

Ef gefinn var meiri tími til spurninga spurðu nokkuð fleiri konur spurninga. Það sem hins vegar skipti mestu máli var hver spurði fyrstu spurningarinnar.

Kynjamunurinn hvarf ef það var kona sem spurði fyrst. Spurningarnar sem komu á eftir skiptust nokkurn veginn jafnt á milli kynja í slíkum tilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×