Enski boltinn

Rekinn frá Uglunum á aðfangadag en er nú tekinn við Svönunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Carvalhal var rekinn frá Sheffield Wednesday á aðfangadag.
Carlos Carvalhal var rekinn frá Sheffield Wednesday á aðfangadag. vísir/getty
Portúgalinn Carlos Carvalhal er tekinn við Swansea City og mun stýra liðinu út tímabilið.

Carvalhal, sem er 52 ára, var rekinn frá Sheffield Wednesday á aðfangadag. Hann stýrði Uglunum í tvö og hálft ár.

Carvalhal tekur við stjórastarfinu hjá Swansea af Paul Clement sem var látinn taka pokann sinn í síðustu viku.

Leon Britton stýrði Swansea í tveimur leikjum á meðan leitin að eftirmanni Clements stóð yfir.

Swansea situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Watford á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×