Viðskipti erlent

Suður-Kórea vill minnka umsvif rafeyrisbraskara

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Svona gæti Bitcoin litið út, væri myntin til öðruvísi en á stafrænu formi.
Svona gæti Bitcoin litið út, væri myntin til öðruvísi en á stafrænu formi. vísir/afp

Ríkisstjórn Suður-Kóreu ætlar að herða reglugerðir um viðskipti með rafmyntir þar í landi, til að mynda með Bitcoin. Frá þessu greindi ríkisstjórnin í gær en aðgerðirnar miða að því að minnka umsvif slíkra viðskipta vegna óstöðugleika myntanna.

„Ríkisstjórnin hefur ítrekað varað við því að rafmyntir geti ekki þjónað hlutverki raunverulegs gjaldmiðils. Viðskipti með rafmyntir gætu leitt til mikils taps vegna yfirgengilegs óstöðugleika,“ sagði í tilkynningu ríkisstjórnarinnar í gær.

Á meðal aðgerða er að banna alfarið notkun nafnlausra reikninga fyrir rafmyntarviðskipti sem og að heimila viðskiptaeftirliti landsins að loka viðskiptastöðum. Áður hefur ríkisstjórnin tilkynnt um þau áform sín að leggja sérstakan skatt á viðskipti með rafmyntir til þess að draga úr viðskiptum.

Virði vinsælustu rafmyntarinnar, Bitcoin, hefur rúmlega fjórtán­faldast frá upphafi árs. Í Suður-Kóreu er myntin afar vinsæl og Reuters segir allt frá húsmæðrum til námsmanna hafa fjárfest í henni. Þegar þessi frétt var skrifuð var eitt Bitcoin andvirði 14.427 bandaríkjadala eða 1.505.313 króna. Í upphafi árs var myntin virði um þúsund bandaríkjadala.


Tengdar fréttir

Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar

Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða.

Setja um 2,2 milljarða í rafmyntanámu í Reykjanesbæ

Eigendur námu þar sem grafið er eftir Bitcoin og Ether juku fyrr í mánuðinum hlutafé íslensks einkahlutafélags, Genesis Mining um, 2,2 milljarða króna. Starfsemin á Fitjum í Reykjanesbæ hefur vaxið mikið síðustu áru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.