Erlent

Fengu einn á snúðinn yfir morgunmatnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það var handagangur í öskjunni aðfaranótt þriðjudagsins.
Það var handagangur í öskjunni aðfaranótt þriðjudagsins. SKjáskot
Lögreglan í Ohio-ríki í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að fólki sem kann að hafa upplýsingar um heljarinnar slagsmál sem brutust út á morgunverðarstað í borginni Lima aðfaranótt þriðjudagsins.

Myndbandsupptaka úr farsíma, sem sjá má hér að neðan, sýnir fjölda karla og kvenna slást af öllum lífs- og sálarkröftum. Lögreglan veit þó lítið um hvaða fólk sést í myndbandinu eða af hverju slagsmálinu brutust út.

Hamaganginum var lokið þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang en kona sem slasaðist hefur gefið sig fram við lögreglu.

Að sögn héraðsmiðilisins NBC4I brutust jafnframt út önnur slagsmál á bílastæði morgunverðarstaðarins - fyrir framan lögreglumennina sem mættir voru til að skerast í leikinn. Höfðu þeir hendur í hári tveggja sem ákærðir hafa verið fyrir aðkomu sína að bílastæðaslagsmálunum.

Sem fyrr segir er þó enn reynt að hafa hendur í hári þeirra sem börðust inni á staðnum - en myndband af þeim handalögmálum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×