Erlent

Afmælisveisla varð eldi að bráð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsið er gjörónýtt eftir brunann.
Húsið er gjörónýtt eftir brunann. NDTV
Talið er að hið minnsta fimmtán séu látnir eftir mikinn bruna í Mumbai í nótt. Eldurinn braust út skömmu eftir miðnætti að staðartíma og ætlað er að hann hafi átt upptök sín í eldhúsi vinsæls veitingastaðar.

Þaðan dreifðist eldurinn og að 30 mínútum liðnum var byggingin alelda að sögn þarlendra miðla. Ung kona hafði verið að halda upp á afmæli sitt á veitingastaðnum og voru flestir hinna látnu að fagna tímamótunum með henni. 

Fjöldamargir slösuðust í brunanum og voru þeir fluttir á sjúkrahús í nágrenninu. Flestir þeirra sem létust höfðu leitað skjóls inni á salerni veitingastaðarins. Þaðan komust þau hvorki lönd né strönd því eldurinn hafði læst sig í brunastigum byggingarinnar. Að sögn læknis sem vísað er til á vef breska ríkisútvarpsins var reykeitrun banamein allra sem létust.

Forseti Indlands, Rashtrapati Bhavan,  tísti samúðarkveðjum vegna brunans sem má lesa hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×