Enski boltinn

Everton á eftir framherja Besiktas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tosun í leik með Besiktas.
Tosun í leik með Besiktas. vísir/getty
Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að sjálfsögðu að opna veskið í janúar og styrkja sitt lið fyrir seinni hluta tímabilsins.

Það hefur ekki gengið að fylla skarð framherjans Romelu Lukaku hjá félaginu og því þarf ekk að koma á óvart að tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sé efstur á óskalista Allardyce.

Þessi 26 ára tyrkneski landsliðsmaður spilar með Besiktas sem er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann er búinn að skora níu mörk á leiktíðinni fyrir sitt lið. Tosun hefur einnig verið orðaður við Crystal Palace og Newcastle.

Allardyce er einnig sagður vera að spá í Steven Nzonzi sem lék undir hans stjórn hjá Blackburn á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×