Enski boltinn

Alfreð orðaður við Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi vísir/getty
Alfreð Finnbogason gæti orðið liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, en staðarblaðið Liverpool Echo orðar framherjann við enska liðið.

Everton vantar framherja og eru viðræður við hinn tyrkneska Cenk Tosun vel á veg komnar. Það reynist hins vegar ekki vel að veðja öllu á einn leikmann og því þarf félagið að horfa víðar, og staðfesti Sam Allardyce það á blaðamannafundi í dag að þeir væru að leita að fleiri framherjum.

Alfreð er þriðji markahæsti leikmaður Bundesligunnar með 11 mörk í 16 leikjum, fjórum mörkum á eftir Robert Lewandowski í toppsætinu.

Hann sagði þó í viðtali í Akraborginni fyrr í vetur að enginn fararhugur væri á honum, en hver veit hvort Allardyce og Gylfi nái að tæla hann yfir til Englands.


Tengdar fréttir

Everton á eftir framherja Besiktas

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að sjálfsögðu að opna veskið í janúar og styrkja sitt lið fyrir seinni hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×