Enski boltinn

Upphitun: Liverpool-liðin í eldlínunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-liðin verða bæði í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool tekur á móti Leicester City á Anfield. Rauði herinn hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og skorað mikið.

Everton, sem hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Sams Allardyce, sækir Bournemouth heim.

Hitt Íslendingaliðið í ensku úrvalsdeildinni, Burnley, mætir nýliðum Huddersfield á útivelli. Burnley hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð.

Englandsmeistarar Chelsea fá Stoke City í heimsókn, Newcastle United tekur á móti Brighton og Watford og Swansea City eigast við á Vicarage Road.

Í síðasta leik dagsins mætir Manchester United ísköldu liði Southampton á Old Trafford. Dýrlingarnir hafa aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum og það er farið að hitna verulega undir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Southampton.

Leikir dagsins:

15:00 Liverpool - Leicester (beint á Stöð 2 Sport)

15:00 Bournemouth - Everton

15:00 Huddersfield - Burnley

15:00 Chelsea - Stoke

15:00 Newcastle - Brighton

15:00 Watford - Swansea

17:30 Man Utd - Southampton (beint á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×