Viðskipti erlent

Borgaryfirvöld í London hafna endurnýjun á starfsleyfi Uber

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Endurnýjun starfsleyfis Uber í London hefur verið hafnað.
Endurnýjun starfsleyfis Uber í London hefur verið hafnað. Vísir/Getty

Starfsleyfi Uber í London hefur verið hafnað af borgaryfirvöldum og hefur leigubílafyrirtækið áfrýjað ákvörðuninni til dómstóla. Fréttaveita Reuters greinir frá þessu.

Í ákvörðuninni segir að aðferðum fyrirtækisins við að tilkynna glæpi sé ábótavant og að bakgrunnur bílstjóra þess sé illa kannaður. Málið verður tekið fyrir á mánudaginn en búist er við að aðalmeðferð fari fram á næsta ári.

Uber hefur á sínum snærum um 40 þúsund bílstjóra í London og er nokkuð ljóst að um er að ræða eina af mikilvægustu borgum evrópska markaðarins hjá fyrirtækinu.

Endurnýjun starfsleyfis Uber hefur einnig verið hafnað í Sheffield og stefnir allt í hið sama í Brighton, þar sem einungis sex mánuðir eru eftir af leyfinu.

Það hefur verið hart í ári hjá Uber á þessu ári. Háttsettir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa verið sakaðir um kynferðislega áreitni og sagt af sér í kjölfarið. Auk þess leyndi fyrirtækið því að tölvuþrjótar hefðu komist yfir persónuupplýsingar um 57 milljón viðskiptavina.


Tengdar fréttir

Uber áfram til vandræða

Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.