Innlent

Skarphéðinn Berg skipaður ferðamálastjóri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skarphéðinn Berg Steinarrson er nýr ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarrson er nýr ferðamálastjóri. vísir/gva
Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur verið skipaður ferðamálastjóri til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneytinu en það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar sem skipar í stöðuna frá 1. janúar 2018.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Skarphéðinn Berg hafi útskrifast með Cand. oecon. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk MBA námi frá University of Minnesota árið 1990.

Þá hafi hann víðtæka stjórnunar-og rekstrarreynslu bæði úr stjórnsýslunni sem og atvinnulífinu en hefur meðal annars starfað sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sem deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu.

„Í fyrri störfum sínum hefur hann m.a. komið að fjármálastjórnun, áætlanagerð og fjárlagagerð ásamt því að hafa góða reynslu af stjórnun breytinga.

Skarphéðinn hefur jafnframt góða þekkingu á ferðaþjónustu meðal annars í gegnum störf sín sem forstjóri Iceland Express, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands og framkvæmdastjóri Íshesta,“ segir í tilkynningu.

Hæfnisnefnd var skipuð vegna ráðningarinnar en alls sóttu 23 um starfið. Skarphéðinn var einn þriggja sem nefnin mat hæfasta að því er fram kom í frétt Túrista um málið en auk hans voru þau Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á þeim lista.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×