Erlent

Bandaríkin hætta þátttöku í sáttmála um flótta- og farandfólk

Kjartan Kjartansson skrifar
Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, segir að Bandaríkjamenn einir muni taka ákvörðun um innflytjendastefnu sína.
Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, segir að Bandaríkjamenn einir muni taka ákvörðun um innflytjendastefnu sína. Vísir/AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum (SÞ) um að hún ætli að draga sig út úr sáttmála um réttindi flóttamanna og farandfólks sem samþykktur var í fyrra. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við SÞ, segir sáttmálann grafan undan fullveldi Bandaríkjanna.

Sáttmálinn á að tryggja réttindi flóttafólks, hjálpa því að koma sér fyrir á nýjum stað og veita því aðgang að menntun og störfum. Ætlun var gera samning um fólksflutninga á næsta ári, að því er segir í frétt CNN.

Nú segja bandarísk stjórnvöld hins vegar að ákvæði sáttmálans samrýmist ekki stefnu þeirra í innflytjendamálum. Haley segir að Bandaríkjastjórn ætli að ákveða sýna eigin stefnu um innflytjendur.

„Ákvörðun okkar um innflytjendastefnu verður alltaf að vera tekin af Bandaríkjamönnum og aðeins Bandaríkjamönnum. Við munum ákveða hvernig við stjórnum best landamærum okkar og hver fær að koma inn í landið okkar,“ segir hún.

Miroslav Lajcak, forseti allsherjarþings SÞ, harmar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og segir að ekkert eitt ríki geti stjórnað alþjóðlegum fólksflutningum. Vísaði hann meðal annars til sögulegra fólksflutninga til Bandaríkjanna. Hvergi væru fleiri innflytjendur í heiminum.

„Sem slíkt hafa [Bandaríkin] reysluna og sérþekkinguna til þess að hhjálpa að tryggja að þetta ferli leiði til árangursríkrar niðurstöðu,“ segir Lajcak en alþjóðlegur fundur um flóttamannamál á að hefjast í Mexíkó á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.