Falið ofbeldi og umræðan Guðmunda Smári Veigarsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:05 Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun