Falið ofbeldi og umræðan Guðmunda Smári Veigarsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:05 Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun