Handbolti

Erfitt að líta framhjá Ágústi Elí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.
Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH. vísir/stefán
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, var besti leikmaður liðsins í seinni leiknum gegn Tatran Presov. Hann varði 16 skot, þar af tvö víti, og var með 41% hlutfallsmarkvörslu.

Ágúst Elí hefur átt afar gott tímabil með FH og nýtti sitt tækifæri í seinni vináttulandsleiknum gegn Svíum í lok október vel.

Halldór Sigfússon, þjálfari FH, er að vonum ánægður með Ágúst Elí og segir það verði erfitt fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson að horfa framhjá honum þegar hann velur íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í næsta mánuði.

„Ef hann horfir á getu og frammistöðu síðustu mánaða verður það erfitt. Þá verða aðrir hlutir sem spila inn í. Mér finnst hann hafa verið frábær og hefur þroskast mikið og er kominn lengra. En hann þarf að halda dampi og halda haus. Ég er búinn að tala mikið við hann um það. Ef hann gerir það eru honum allir vegir færir,“ sagði Halldór.


Tengdar fréttir

Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum

Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins.

Úti er Evrópuævintýri

FH er úr leik í EHF-bikarnum þrátt fyrir þriggja marka sigur, 26-23, á Slóvakíumeisturum Tatran Presov á laugardaginn. Þjálfari FH var stoltur af sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×