Enski boltinn

Brassinn fór illa með Brighton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho hafði ástæðu til að brosa í leiknum gegn Brighton.
Philippe Coutinho hafði ástæðu til að brosa í leiknum gegn Brighton. vísir/getty
David de Gea var besti leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eins og fjallað er um hér á síðunni. Liverpool-maðurinn Philippe Coutinho kom sennilega næstur þar á eftir.

Brassinn átti glansleik þegar Liverpool rúllaði yfir Brighton á suðurströndinni, 1-5. Coutinho kom með beinum hætti að fjórum mörkum Liverpool. Hann skoraði eitt mark sjálfur, gaf tvær stoðsendingar og átti svo skot sem fór af Lewis Dunk og í netið.

Mohamed Salah hefur stolið fyrirsögnunum að undanförnu en Coutinho hefur spilað mjög vel síðan hann byrjaði að spila. Coutinho hefur skorað fjögur mörk og gefið fjórar stoðsendingar í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Rauði herinn hefur spilað vel að undanförnu og fengið 16 stig af 18 mögulegum í síðustu sex leikjum.



David de Gea átti stærstan þátt í sigri Manchester United á Arsenal.vísir/getty
Stóru málin eftir helgina í enska boltanum

Stærstu úrslitin 

Manchester United vann nauðsynlegan sigur á Arsenal á Emirates. United verður einfaldlega að vinna alla leiki til að halda í við nágrannana í Manchester City sem hafa unnið 13 leiki í röð. Manchester-liðin mætast um næstu helgi.

Hvað kom á óvart? 

Hversu erfitt West Ham gerði Man­chester City fyrir þegar liðin mættust á Etihad í gær. Hamrarnir spiluðu skipulagðan varnarleik, voru yfir í hálfleik og héldu jöfnu þar til sjö mínútur voru til leiksloka þegar David Silva skoraði sigurmark City. West H bíður enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn Davids Moyes.

Mestu vonbrigðin 

Tottenham gerði 1-1 jafn­tefli við Watford. Strákarnir hans Mauricio Pochettino hafa gefið hressilega eftir að undanförnu og aðeins fengið fimm stig í síðustu sex leikjum. Tottenham hefur þegar tapað fleiri leikjum en allt tímabilið í fyrra og er dottið niður í 7. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Spánverjinn var með alla anga úti á Emirates

David de Gea átti stórleik þegar Manchester United vann 1-3 sigur á Arsenal á laugardaginn. Spænski markvörðurinn jafnaði met og sýndi hvers hann er megnugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×