Erlent

Völlurinn stóð af sér sprengingarnar - Myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Til stendur að endurskipuleggja allt svæðið.
Til stendur að endurskipuleggja allt svæðið. BBC
Þrátt fyrir heiðarlega tilraun niðurrifssérfræðinga í gær stendur Pontiac Silverdome-völlurinn í Detroit ennþá.

Völlurinn, sem eitt sinn var heimavöllur ruðningsliðsins Detriot Lions, hefur lítið sem ekkert verið notaður síðastliðinn áratug. Borgaryfirvöld ákváðu því að réttast væri að jafna hann við jörðu og endurskipuleggja svæðið frá grunni.

Ákveðið var að ráðast í verkið í gærkvöldi. Það tókst þó ekki betur en svo að völlurinn stendur enn - þrátt fyrir að allar sprengjurnar sem notaðar voru til verksins hafi sprungið eins og lagt var upp með. „Hann var einfaldlega of vel byggður á sínum tíma,“ grínaðist einn mannanna sem fenginn var til verksins í samtali við fjölmiðla ytra.

Sérfræðingar eru handvissir um að stúkurnar muni hrynja. Hvenær það verður er þó erfiðara að segja til um. Því verður lítið aðhafst á næstunni á meðan þyngdaraflinu er leyft að spreyta sig á niðurrifinu.

Myndband af tilraun gærdagsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×