Enski boltinn

De Gea næst bestur á eftir Schmeichel: „Hann er eins og karakter úr The Matrix“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David De Gea.
David De Gea. vísir/getty
David De Gea, markvörður Manchester United, fór hamförum á Emirates-vellinum á laugardaginn þegar að United vann mikilvægan 3-1 sigur á Arsenal og hélt sér á lífi í titilbaráttunni gegn Manchester City.

Spænski markvörðurinn varði fjórtán skot, þar af nokkur með miklum tilþrifum, en hann var gjörsamlega magnaður í leiknum. De Gea hefur undanfarin ár verið besti markvörður deildarinnar og virðist bara verða betri.

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér þegar að hann kom í úrvalsdeildina. Ég man bara eftir þessum granna 20 ára gamla strák sem leit út fyrir að vera í of stórum búning. Ég trúði ekki að hann væri nógu sterkur fyrir úrvalsdeildina,“ segir Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands.

„Hann hefur síðan þá látið alla sérfræðinga éta orð sín. Ég held ég hafi aldrei séð neinn betri á milli stanganna en David De Gea. Hann er eins og karakter úr The Matrix. Það er eins og hann hægi á boltanum áður en hann ver skotin.“

Aðspurður hvar De Gea standi nú á meðal þeirra bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar segir Redknapp hann vera í öðru sæti.

„Hann er næst bestur á eftir Peter Schmeichel. Schmeichel var svakalegur. Skipti eftir skipti komust menn einir á móti honum og áttu kannski gott skot og héldu að þeir væru að fara að skora en þá varði hann á ótrúlegan hátt,“ segir Jamie Redknapp.


Tengdar fréttir

Mourinho: De Gea bestur í heimi

David de Gea var maður leiksins þegar Manchester United vann Arsenal 1-3 á Emirates í gær, en Arsenal átti 33 skot í leiknum.

Spánverjinn var með alla anga úti á Emirates

David de Gea átti stórleik þegar Manchester United vann 1-3 sigur á Arsenal á laugardaginn. Spænski markvörðurinn jafnaði met og sýndi hvers hann er megnugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×