Enski boltinn

Messan: Mahrez minnti Óla á sumar konur í Randers

Riyad Mahrez vakti athygli þegar hann mætti með ljóst aflitað hár í leik Leicester og Burnley um helgina og fékk hann sinn tíma í Messunni á Stöð 2 Sport í gær.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur í Messunni og útlitið á Alsíringnum minnti hann á ákveðinn hóp íbúa Randers, þar sem hann þjálfaði þar til fyrir skemmstu.

„Þegar maður var stundum í þessum annars ágæta bæ hafði maður lúmskan grun um að einhverjar konur væru að leika sér að því að lita á sér hárið með slökkt inni á baði,“ sagði Ólafur í léttum dúr og uppskar hlátur þeirra Guðmundar Benediktssonar og Ríkharðs Daðasonar.

Þess ber að geta að Leicester vann umræddan leik, 1-0, og hefur nú aðeins tapað einum af síðustu níu deildarleikjum sínum.

Leicester - Burnley 1-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×