Viðskipti erlent

Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
KLM er elsta flugfélag heimsins, stofnað árið 1919.
KLM er elsta flugfélag heimsins, stofnað árið 1919. Vísir/Getty

Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt.

Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu.

„Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers.

Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér.

„Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu.

„Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.