Erlent

Halda áfram framleiðslu á House of Cards snemma á næsta ári

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Söguþráður sjöttu þáttaraðar House of Cards mun snúast um Claire Underwood, sem leikin er af Robin Wright.
Söguþráður sjöttu þáttaraðar House of Cards mun snúast um Claire Underwood, sem leikin er af Robin Wright. Vísir/Getty

Netflix hefur náð samningum um að hefja framleiðslu á sjöttu og síðustu þáttaröð House of Cards snemma á næsta ári. Eins og áður hefur verið tilkynnt verður Kevin Spacey ekki áfram hluti af þáttunum. Þættirnir verða átta talsins en Robin Wright verður þar í aðalhlutverki sem Claire Underwood. 

Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna.

House of Cards-þættirnir hafa verið sýndir á streymisveitu Netflix og eru 370 leikarar og starfsmenn sem vinna við gerð þeirra.  Starfsfólkið hefur verið á launum meðan á þessu hléi stendur og verða það áfram þar til framleiðsla hefst á ný. Hugsanlega hefjast tökurnar í janúar á næsta ári. 


Tengdar fréttir

Kenna þolandanum um endalok House of Cards

Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×