Viðskipti innlent

Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist töluvert

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist.
Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist. vísir/ernir
Vöxtur ferðaþjónustunnar nam 3,2 prósentum á þriðja ársfjórðungi á milli ára. Útflutningurinn nam samtals 190 milljörðum króna á sama tíma. Um er að ræða töluvert minni vöxt en á síðustu fjórðungum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Leita þarf aftur til fjórða ársfjórðungs árið 2010 til að finna minni vöxt en uppsveiflan í ferðaþjónustunni hófst árið 2011.

Frá þeim tíma hefur vöxtur útflutningstekna greinarinnar numið að meðaltali 18,6 prósentum milli ára.

Vöxturinn á föstu gengi er umtalsvert meiri en á föstu verðlagi. Aukning útflutnings á föstu gengi nam því 12 prósent á þriðja fjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Styrking krónunnar spilar þarna stóran þátt.

Heildarútflutningur þjónustu á þriðja fjórðungi nam 225 milljörðum króna og dróst lítillega saman eða um 2,6 prósent. Á föstu gengi jókst útflutningurinn hins vegar um 5,6 prósent og skýrist munurinn eins og fyrr segir af styrkingu krónunnar.

Heildarinnflutningur þjónustu á sama fjórðungi nam 108 milljörðum króna og dróst saman um 0,8 prósent. Afgangur á þjónustuviðskiptum nam því 118 milljörðum og dróst saman um 4,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×