Viðskipti innlent

Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist töluvert

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist.
Vöxtur ferðaþjónustunnar hægist. vísir/ernir

Vöxtur ferðaþjónustunnar nam 3,2 prósentum á þriðja ársfjórðungi á milli ára. Útflutningurinn nam samtals 190 milljörðum króna á sama tíma. Um er að ræða töluvert minni vöxt en á síðustu fjórðungum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Leita þarf aftur til fjórða ársfjórðungs árið 2010 til að finna minni vöxt en uppsveiflan í ferðaþjónustunni hófst árið 2011.

Frá þeim tíma hefur vöxtur útflutningstekna greinarinnar numið að meðaltali 18,6 prósentum milli ára.

Vöxturinn á föstu gengi er umtalsvert meiri en á föstu verðlagi. Aukning útflutnings á föstu gengi nam því 12 prósent á þriðja fjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Styrking krónunnar spilar þarna stóran þátt.

Heildarútflutningur þjónustu á þriðja fjórðungi nam 225 milljörðum króna og dróst lítillega saman eða um 2,6 prósent. Á föstu gengi jókst útflutningurinn hins vegar um 5,6 prósent og skýrist munurinn eins og fyrr segir af styrkingu krónunnar.

Heildarinnflutningur þjónustu á sama fjórðungi nam 108 milljörðum króna og dróst saman um 0,8 prósent. Afgangur á þjónustuviðskiptum nam því 118 milljörðum og dróst saman um 4,3 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.