Viðskipti innlent

Costco ryður sér til rúms á jólatrjáamarkaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi mynd var tekin við verslun Costco á dögunum.
Þessi mynd var tekin við verslun Costco á dögunum. Vísir

Costco hefur hafið sölu á jólatrjám í verslun sinni í Garðabæ.

Í samtali við Vísi segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, að sala á jólatrjánum hafi hafist fyrir tveimur vikum eða svo og gengið ágætlega. Vigelskas segir að sala á jólatrjám sé í takt við aðrar verslanir Costco enda selji verslunarkeðjan jólatré út um allan heim.

Tréin eru að sögn Vigelskas innflutt en meirihluti þeirra jólatrjáa sem seld eru á Íslandi eru flutt inn til landsins. Reikna má með um 50 þúsund jólatrjáa séu flutt inn til Íslands fyrir jól á hverju ári en heildarsala á innlendum jólatjám er um fimmtungur, ef marka má tölur á vef Skógræktarinnar.

Eins og búast má við verða jólatrén til sölu fram að jólum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.