Viðskipti innlent

Costco ryður sér til rúms á jólatrjáamarkaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi mynd var tekin við verslun Costco á dögunum.
Þessi mynd var tekin við verslun Costco á dögunum. Vísir
Costco hefur hafið sölu á jólatrjám í verslun sinni í Garðabæ.

Í samtali við Vísi segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, að sala á jólatrjánum hafi hafist fyrir tveimur vikum eða svo og gengið ágætlega. Vigelskas segir að sala á jólatrjám sé í takt við aðrar verslanir Costco enda selji verslunarkeðjan jólatré út um allan heim.

Tréin eru að sögn Vigelskas innflutt en meirihluti þeirra jólatrjáa sem seld eru á Íslandi eru flutt inn til landsins. Reikna má með um 50 þúsund jólatrjáa séu flutt inn til Íslands fyrir jól á hverju ári en heildarsala á innlendum jólatjám er um fimmtungur, ef marka má tölur á vef Skógræktarinnar.

Eins og búast má við verða jólatrén til sölu fram að jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×