Viðskipti innlent

Hætta útgáfu á American Express greiðslukortum

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Útgáfu AmEx-kortanna verður hætt um áramótin.
Útgáfu AmEx-kortanna verður hætt um áramótin. getty

Kortafyrirtækið Kreditkort sendi í dag tilkynningu á viðskiptavini sína um að frá og með áramótum verði útgáfu á nýjum American Express greiðslukortum hætt. Ástæðan er sögð vera breyting á regluverki Evrópusambandsins sem gerir American Express ómögulegt að eiga samstarf innan ESB og EES.

Í staðinn mun fyrirtækið senda viðskiptavinum nýtt Mastercard greiðslukort í byrjun janúar. Fólk hefur síðan 60 daga til þess að virkja nýja kortið og lokast sjálfkrafa á gamla kortið þegar það er gert.

Reglugerðirnar sem valda þessu eru tvær og voru þær nýlega samþykktar af Evrópusambandinu eins og áður segir. 

Sú fyrri snýr að breytingu á milligjaldi (e. interchange fee) og tengist veltu kortanna. AmEx ætlar ekki að hlýta því og telur að með þessu sé verið að breyta leikreglum töluvert.

Með seinni breytingunni þyrfti AmEx að opna kerfi sín gagnvart samkeppnisaðilum en það brýtur gegn viðskiptamódeli þeirra. Þeir hafa því ákveðið að yfirgefa Evrópu.

Útgáfu AmEx kortanna verður hætt þann 31. desember þessa mánaðar.

Kreditkort hefur verið útgefandi Mastercard greiðslukorta frá árinu 1980. Mastercard rekur eitt stærsta greiðslukerfi í heimi sem tengir korthafa og söluaðila í rúmlega 210 löndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.