Innlent

Lentu í Keflavík vegna veikinda ungabarns

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna.
Vélin var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. Vísir/Valli
Lenda þurfti flugvél á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda ungbarns sem var um borð í vélinni.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að vélin hafi verið á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna og hafi læknar verið um borð. „Í öryggisskyni var ákveðið að lenda henni hér og var barnið flutt með sjúkrabifreið á vökudeild Barnaspítalans í Reykjavík.“

Þá segir einnig að óhapp hafi orðið á á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar landgöngubrú var ekið á kyrrstæða og mannlausa vinnuvél. „Verið var að aka brúnni að flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð. Vinnuvélin valt við áreksturinn og brotnuðu við það framrúða og spegill á henni. Einnig voru sjáanlegar skemmdir á landgöngubrúnni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×