Erlent

Abadi: Stríðinu gegn ISIS í Írak lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Haider al-Abadi hefur gegnt embætti forsætisráðherra Íraks frá árinu 2014.
Haider al-Abadi hefur gegnt embætti forsætisráðherra Íraks frá árinu 2014. Vísir/afp
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, segir að stríðinu gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í landinu sé lokið. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi í dag.

„Hersveitir okkar hafa náð fullkominni stjórn á landamærum Sýrlands og Íraks og ég tilkynni því um endalok stríðsins gegn Daesh (ISIS),“ sagði al-Abadi.

Stríðið gegn ISIS hófst sumarið 2014 þegar hryðjuverkahópurinn náði stjórn á stórum landsvæðum norður og vestur af íröksku höfuðborginni ISIS. Sókn írakska hersins gegn liðsmönnum ISIS hófst með stuðningi Bandaríkjahers.

„Óvinur okkar vildi drepa siðmenningu okkar, en við höfum borið sigur úr býtum með einingu okkar og ákveðni. Við höfum á stuttum tíma sigrað,“ sagði forsætisráðherrann.

Fyrr í vikunni lýstu Rússar því yfir að tekist hafi að frelsa landsvæði Sýrlands frá liðsmönnum ISIS.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights heldur því þó fram að liðsmenn ISIS hafist enn við í héraðinu Dayr al-Zawr eða Deir Ezzor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×