Körfubolti

Bannað að dæma með skegg og húðflúr

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Davíð Tómas Tómasson er næstum óþekkjanlegur.
Davíð Tómas Tómasson er næstum óþekkjanlegur. vísir/stefán/davíð tómas
Davíð Tómas Tómasson, einn besti körfuboltadómari landsins, á fyrir höndum sinn fyrsta Evrópuleik en hann flaug til Svíþjóðar í morgun þar sem hann þreytir frumraun sína í Evrópu.

Davíð hefur lengi verið með glæsilegt skegg og þá er þessi öflugi rappari einnig mátulega vel flúraður en slíkt útlit er ekki í boði þegar að dæmt er í Evrópukeppnum.

Hann þurfti því að raka af sér skeggið glæsilega og smyrja hendurnar með kremi áður en hann fór til Svíþjóðar þannig að hann fái nú að dæma leikinn.

„Í fyrramálið ferðast ég til Svíþjóðar að dæma minn fyrsta Evrópuleik en undirbúningurinn hófst hinsvegar í dag. Það er nefnilega bannað að dæma með skegg og með sjáanleg tattoo og þurfti maður því að fara í málið. Hér er menn vel rakaðir og vel kremaðir á handleggnum, tilbúnir í ævintýrið!“ segir Davíð Tómas á Facebook-síðu sinni.

Hann grínast svo með að minningarathöfn verði fyrir skeggið hans í Háteigskirkju á föstudaginn en hvort þar verði fjölmennt á svo eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×