Enski boltinn

Dier fyrirliði gegn heimsmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Dier svarar spurningum fjölmiðlamanna.
Eric Dier svarar spurningum fjölmiðlamanna. vísir/getty
Eric Dier ber fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu sem mætir því þýska í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.

Mikil forföll eru í enska liðinu og því fær Dier tækifæri sem fyrirliði í leiknum gegn heimsmeisturum Þýskalands í kvöld.

Dier, sem er 23 ára, verður sjötti leikmaðurinn sem ber fyrirliðabandið í stjórnartíð Gareths Southgate. Hann er jafnframt fimmti yngsti fyrirliði enska landsliðsins eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Tottenham-maðurinn hefur leikið 21 landsleik fyrir England og skorað þrjú mörk. Eitt þeirra kom í 2-3 sigri á Þýskalandi í vináttulandsleik í mars 2016.

Southgate hefur ekki enn ákveðið hver tekur við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu til frambúðar. Samherji Diers hjá Tottenham, Harry Kane, bar fyrirliðabandið í síðasta leik landsliðsins.

Búist er við því að Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður Crystal Palace, verði í byrjunarliði Englands í kvöld sem og Tammy Abraham, framherji Swansea City.

Leikur Englands og Þýskalands hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×