Enski boltinn

„Versta ákvörðun Drinkwaters á ferlinum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Drinkwater hefur spilað þrjá landsleiki fyrir England. Óvíst er hvort þeir verði fleiri.
Danny Drinkwater hefur spilað þrjá landsleiki fyrir England. Óvíst er hvort þeir verði fleiri. vísir/getty
Danny Drinkwater, leikmaður Chelsea, skoraði sjálfsmark þegar hann afþakkaði sæti í enska landsliðshópnum. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður Blackburn Rovers, Chelsea og fleiri liða.

Sutton talar af reynslu en hann neitaði að spila fyrir B-lið Englands árið 1998. Hann segir í pistli á vefsíðu Daily Mail að það hafi verið stærstu mistök sín á ferlinum. Og nú sé Drinkwater að leika sama leik.

Sutton segir að möguleikar Drinkwaters á að spila á HM í Rússlandi séu úr sögunni og Gareth Southgate og landsliðsþjálfarar Englands í framtíðinni muni ekki snerta við honum.

Sutton segir ennfremur að það hafi verið sniðugt fyrir Drinkwater að gefa kost á sér í landsliðið til að fá spiltíma, sem hefur verið lítill hjá Chelsea, aðallega vegna meiðsla.

Í stað þess að sanna sig í leikjum gegn Þýskalandi og Brasilíu fái Drinkwater bara að spila í deildabikarnum og með varaliði Chelsea.

 

Drinkwater, sem var í lykilhlutverki í meistaraliði Leicester City tímabilið 2015-16, spilaði þrjá landsleiki fyrir England í fyrra. Hann var hins vegar ekki valinn í lokahópinn fyrir EM í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Dier fyrirliði gegn heimsmeisturunum

Eric Dier ber fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu sem mætir því þýska í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×