Viðskipti innlent

Innkalla Ora sinnepssíld

Atli Ísleifsson skrifar
Ora Sinnepssíld 335g.
Ora Sinnepssíld 335g. Ora
Fyrirtækið ÍSAM hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina framleiðslulotu af Ora Sinnepssíld 335g eftir að það fannst glerbrot í einni krukkunni.

Í tilkynningu frá ÍSAM segir að lotunúmerið sem um ræðir sé L2B146, og að best fyrir dagsetningin sé 30.11.2017. Með öryggi neytenda að leiðarljósi og samræmi við gæðakerfi Ora hafi lotan verið innkölluð.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Ora Sinnepssíld í bitum

Strikamerki: 5690519000599

Nettóþyngd: 335 g

Framleiðsludagur: 31.05.2017

Lotunúmer: L2B146

Best fyrir (BF): 30.11.2017

Framleiðandi: Ora ehf

Neytendum sem keypt hafa vöruna með þessu lotunúmeri er bent á að skila henni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík eða hafa samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið helgam@ora.is.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×