Margir í VG „með ónot í maganum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 08:21 Lilja Rafney Magnúsdóttir hvíslast hér á við Ara Trausta Guðmundsson, samflokksmann sinn, á göngum Alþingis. VÍSIR/Anton Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent