Enski boltinn

Pearce aðstoðar Moyes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuart Pearce býr yfir mikilli reynslu.
Stuart Pearce býr yfir mikilli reynslu. vísir/getty
David Moyes hefur fengið Stuart Pearce til að aðstoða sig hjá West Ham.

Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri West Ham í síðustu viku eftir að Slaven Bilic var látinn taka pokann sinn.

Moyes hefur nú hóað í Pearce sem lék í tvö ár með West Ham undir lok ferilsins.

Pearce lék lengst af með Nottingham Forest þar sem hann vann deildabikarinn tvisvar. Þá lék Pearce 78 landsleiki fyrir England.

Pearce var síðast við stjórnvölinn hjá Forest en hann hefur einnig stýrt Manchester City, enska U-21 árs landsliðinu og breska Ólympíuliðinu.

West Ham situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir 11 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Watford á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Moyes tekinn við West Ham

David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri West Ham. Félagið staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í dag.

Bilic rekinn frá West Ham

Slaven Bilic hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra West Ham. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×