Viðskipti erlent

Tekur við ritstjórn Vanity Fair

Atli Ísleifsson skrifar
Radhika Jones.
Radhika Jones. Vísir/AFP
Radhika Jones hefur verið ráðin nýr ritstjóri bandaríska tímaritsins Vanity Fair og mun hún taka til starfa þann 11. desember næstkomandi.

Jones tekur við ritstjórninni af Graydon Carter sem gegnt hefur stöðunni síðastliðinn aldarfjórðung.

Jones hefur áður starfað hjá Time magazine og New York Times.

„Það er mér heiður að fá að taka við af Graydon Carter sem ritstjóri Vanity Fair,“ segir Jones á Twitter.

Anna Wintour, ritstjóri Vogue, eiganda Vanity Fair, kveðst ánægð með ráðninguna. „Við erum stolt af því að fá nýjan ritstjóra sem er óhrædd og snjöll. Gáfur hennar og forvitni munu skilgreina framtíð Vanity Fair,“ segir Wintour í yfirlýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×