Viðskipti innlent

Auglýsingatekjur fjölmiðla helmingast frá 2007

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa lækkað frá árinu 2007.
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa lækkað frá árinu 2007. 365/Anton Brink

Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla hafa helmingast að raunvirði frá árinu 2007. Þetta kemur fram í úttekt frá Hagstofu Íslands sem fjallar um þróun auglýsingatekna hér á landi árin 1996-2015.

Auglýsingatekjur fjölmiðla námu, árið 2015, tæpum 12 milljörðum króna. Það samsvarar um 36 þúsund krónum á hvern landsmann. Á árunum 2007-2009 féllu tekjurnar um 68 af hundraði en hafa síðan aukist jafnt og þétt og voru árið 2015 53 af hundraði lægri en þegar best lét árið 2007.

Fréttablöð (dagblöð og vikublöð) eru mikilvægasti auglýsingamiðillinn hér á landi en 43 prósent auglýsingatekna féllu í þeirra skaut samkvæmt mælingum ársins 2015. Sjónvarpsauglýsingar koma því næst með um 21 prósenta hlut. Því næst hljóðvarp með ríflega 15 prósent hlut og vefmiðlar með 13 prósent. Hlutdeild annarra miðla var töluvert lægri, en 6 prósent féllu til tímarita og rétt um 2 prósent til kvikmyndahúsa og í útgáfu og dreifingu mynddiska.

Samanlagðar auglýsingatekjur fjölmiðla hér á landi eru þónokkuð lægri en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Þar standa öll lönd framar Íslendingum þegar kemur að birtingu og flutningi auglýsinga, að Finnum undanskildum.

Nánari upplýsingar á úttektinni má nálgast á vef Hagstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.